Author Archives: leostefansson

Stafræn hliðræna

-Leó Stefánsson

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under Uncategorized

Endurtek

Axel Diego & Leó Stefánsson

Færðu inn athugasemd

Filed under Uncategorized

Direct film I

-Leó Stefánsson

Færðu inn athugasemd

Filed under Uncategorized

Bannerkeppni!!!

Frestur til að skila banner fyrir bannerkeppnina rennur út á miðnætti mánudaginn 7. desember.  Bannerinn þarf að vera 770 x 200 pixlar.  Gangi ykkur vel og megi besti bannerinn vinna!

-Bannernefndin

Færðu inn athugasemd

Filed under Uncategorized

John Cage

John Cage (1912-1992), fæddur í Californíu í BNA, var eitt mikilvægasta tónskáld tuttugustu aldarinnar.  Hann hóf nám sitt í Pomona College, þar sem hann komst að því að hefbundið skólakerfi hentaði honum ekki.

“I was shocked at college to see one hundred of my classmates in the library all reading copies of the same book. Instead of doing as they did, I went into the stacks and read the first book written by an author whose name began with Z. I received the highest grade in the class. That convinced me that the institution was not being run correctly. I left.”

John Cage

Eftir þetta nær Cage svo að sannfæra foreldra sína um að hann muni læra meira af Evrópuferð en hann myndi gera í Pomona College.  Hann fer því til Parísar og stúderar gotneska og gríska byggingalist.  Hann finnur sig þó ekki í því og getur ekki hugsað sér að eyða ævi sinni í það.  Hann byrjar að hlusta á klassíska tónlist, s.s. Bach og Stravinsky, og er um leið farinn að vinna í ljóðlist, málverki og tónlist um leið og hann ferðast um Evrópu.

Cage kom aftur til BNA 1931 og vann fyrir sér með því að halda fyrirlestra um nútímalist.  Tveimur árum seinna ákveður hann svo að helga líf sitt tónlist og segir m.a. „The people who heard my music had better things to say about it than the people who looked at my paintings had to say about my paintings“.

Hann kynnist aðal kennara sínum og áhrifavaldi, Arnold Schoenberg, þetta sama ár.  Hann lærði hjá honum í UCLA en bað hann svo um einkatíma.  Málið var bara að hann átti ekki efni á því.  Schoenberg bauð því kennslu sína endurgjaldslaust, ef Cage sverði það að helga líf sitt tónlist.  Cage féllst á það og virti eiðinn allt þar til hann dó í ágúst 1992.

Variations V (1965)

John Cage vann fyrir sér sem undirleikari fyrir dansara í UCLA og kynntist þar Merce Cunningham.  Í Variations 5, þar sem Cage vinnur með Cunningham og Nam June Paik, eru nóturnar ákveðnar með því að kasta pening og dansarar stjórna verkinu með því að dansa við ljósnema og breyta útvarpsbylgjum með því að staðsetja sig nær eða fjær útvörpum.

Imaginary Landscape no. 4 (1951)

ORGAN2/ASLSP (1987)

ORGAN2/ASLSP, eða As slow as possible er verk sem var byrjað að flytja árið 2000.  Það er flutt á fyrsta orgelið sem vitað er um að hafi verið smíðað, í Halberstadt í Þýskalandi.  Orgelið er frá árinu 1361 og var því 639 ára gamalt þegar flutningur verksins hófst.  En það tekur einmitt 639 ár að flytja verkið.  Hver nóta er frekar mæld í mánuðum heldur en í hefðbundnum tímaeiningum sem notaðar eru í klassískri tónlist.  Nótunum er haldið niðri með sandpokum þannig að tónninn hljómar mjög lengi og hefur kirkjan orðið að vinsælum viðkomustað listunnenda og túrista.

Að lokum mælist ég til þess að þið kíkið á Water Walk, sem John Cage flutti í Ameríska skemmtiþættinum I’ve got a secret, 1960.

Water Walk (1960)

-Leó

Færðu inn athugasemd

Filed under Hljóðlist

Jeremy Blake

Jeremy Blake er fæddur 1971 og útskrifaðist með MFA gráðu frá San Francisco Art Institute. Hann kynntist Theresu Duncan, sem starfaði sem tölvuleikjahönnuður og menningarrýnir, og bjó með henni í San Francisco þar til þau fluttu til New York 2007.  Þau störfuðu mikið saman og sáust sjaldan sitt í hvoru lagi.  Sumir segja að ekki sé hægt að tala um Jeremy Blake án þess að minnast á Theresu Duncan.

Blake, sem var þekktur fyrir óhlutbundna videolist sína, var ekki lengi að skjótast upp á stjörnuhiminn listheimsins.  Hann sýndi m.a. í New York, París, Þýskalandi, Rússlandi, Spáni og Japan.  Blake var upphaflega málari og var aldrei mikið fyrir tölvur.  Hann áttaði sig þó á því, að það að raða saman punktum af ljósi í tölvu er ekki svo ólíkt því sem málarar gera þegar þeir fást við strigann.  Hann hófst því handa við að vinna lifandi afstraktmyndir í tölvunni og sýna þær með skjávarpa. 

Eins og sést hér að ofan er tenging Blake yfir í málverkið mjög rík.  Myndirnar „hanga“ uppi eins og málverk og áhorfendur geta gengið á milli og horft á verkið eins lengi og það lystir líkt að það myndi gera ef þetta væri hefðbundin málverk.  Því er eðlilegt að við skoðum videoverk hans sem málverk.

Ég mæli með því að þið kíkið á Guccinam (2000).  Videoið nýtur sín best í fullscreen og ég mæli með því að þið notið heyrnartól og slökkvið öll ljós í kringum ykkur til að njóta þess sem best.

Vídeólinkur á Guccinam.

Hér er video sem þið þekkið eflaust:

Punch Drunk Love

Í júlí 2007 framdi Theresa Duncan sjálfsvíg og Jeremy Blake sást ganga í hafið viku síðar.  Parið hafði haldið því fram að þau væru elt af Vísindakirkjunni í aðdraganda sjálfsvíganna.  Fjölmiðlar veltu fyrir sér hvort eitthvað væri til í frásögnum parsins og hvað það væri sem gæti fengið ungt par á hátindi ferils síns að binda enda á líf sitt.

-Leó

Færðu inn athugasemd

Filed under Vídeólist

Stan Brakkhage

James Stanley Brakkhage      –      1933-2003

Stan Brakkhage er einna þekktastur fyrir 16mm direct film verk, þar sem hann vinnur beint á 16mm kvikmyndafilmu, án myndavélar.  Myndirnar sýnir hann svo í 16mm sýningarvél.

Ein þessara mynda nefnist Mothlight (1963). Myndin er óhlutbundin hreyfimynd sem var unnin með því að líma mölflugur, eða hluta þeirra, á 16mm filmu.  Að því loknu lét hann prenta fílmuna þannig að hægt væri að spila hana á öruggan hátt í 16mm sýningarvél.  Myndin er hugleiðing um mölfluguna, sem dregst að ljósi og deyr.  Hvernig getur eitthvað sem við viljum, og jafnvel þurfum, drepið okkur?  Er ljósið í lífi okkar, sjónvarpið, hugsanlega að ganga af okkur dauðum?

Mothlight (1963)

16mm abstraktmyndin Delicacies of molten horror synapse fjallar um svipaða hluti og Mothlight.  Hún er unnin beint á filmu, eins og Mothlight, en Brakkhage hefur unnið röð abtrakt ramma sem kalla fram ógleði og slæmar tilfinningar.  Með þessu vill hann líkja eftir, og benda á, hversu mikið eitur sjónvarpið getur verið í lífi okkar.

Delicacies of molten horror synapse (1991)

Brakkhage leggur mikla áherslu á að áhorfendur geti notið kvikmyndar, og í rauninni lífsins, án þess að tengja orð við allt sem við sjáum.  Þannig skynjum við gras jafnan sem „grænt“, en ef þú þekktir ekki orðið grænt myndirðu skynja fleiri litbrigði í grasinu.  Þetta vill Brakkhage yfirfæra í daglegt líf sitt.  Í Window Water Baby Moving (1959) fylgist Brakkhage með fæðingu dóttur sinnar í gegnum 16mm kvikmyndatökuvél.  Myndin er mjög gott dæmi um hvernig Brakkhage sá einkalíf sitt. Það sem í heimi tungumálsins þykir ógeðfellt, eins og blóð og sársauki, sýnir Brakkhage á einstaklega fallegan, og jafnvel óhlutbundinn hátt.  Áhorfandinn verður meðvitaður um myndræna fegurð fæðingarinnar og tenginu þess við tilfinningalega fallega stund.  Þetta er líklega með áhrifamestu myndum sem ég hef séð.  Ég mæli með því að þið slökkvið ljósin, sitjið í hljóði, horfið á myndina í heild sinni.  Hér að neðan er hún á Youtube í tveimur hlutum, en ég mæli með því að þið farið á bókasafnið og leigið Brakkhage DVD diskinn og sjáið myndina í fullum gæðum.

Window Water Baby Moving 1. hluti

Window Water Baby Moving 2. hluti

-Leó

Færðu inn athugasemd

Filed under Fyrirlestur