Hljóðverk, Ddemantur
Tekin nokkur lög fyrir í GarageBand yfirborðið skoðað.
Laginu er síðan staflað ofan á hvort annað með sekúndu á milli,
þannig að lagið verður óþekkjanlegt og myndi einskonar hljóð vegg
sem munstur af hljóðum og á skjánum.
Lagið sem var valið var eftir hljómsveitina Battles og heitir Ddiamondd.
verkið fylgið á CD.

linkur inn á hljóðið

Auglýsingar

Ein athugasemd

Filed under Uncategorized

Hlaupa

Hlaupa from Klængur Gunnarsson on Vimeo.

Færðu inn athugasemd

Filed under Vídeólist

Skuggaleikhús-fyrir Kvikmyndlist áfangann

Skuggaleikhús þar sem staðið er fyrir aftan vel upplýstan skerm í pappírsbúning sem gefur af sér skugga sem líkist hinu hefðbundna tákni fyrir konu (sem er meðal annars notað til að merkja almennings klósett). Fyrir aftan skerminn er einnig myndvarpi með glæru á sem er búið að hella smá dropa af vatni. Dropin myndar skugga af hugmynda blöðru líkt og þeirri sem fyrirfinnst í teiknimyndum. Fyrir framan skerminn er gler kassi sem er vel upplýstur en á honum liggja orð sem eru skrifuð á glærupappír og klippt út.  Á kassanum segir: „Hugdettur: skiptið út orðunum, bætið við, ein í einu“. Áhorfandanum er beðin um að taka þátt með því að lappa fyrir aftan skerminn og setja orð sem eru rituð á glærupappírnum í vatnsdropann sem liggur á myndvarpanum. Hinum megin við skermin birtast orðin í hugmynda blöðrunni – Dísa

Færðu inn athugasemd

Filed under Gjörningar

Oskar Wilhelm Fischinger


Oskar Wilhelm Fischinger fæddist í Þýskalandi árið 1900 og var fjórða barn foreldra sinna af sex. Ungur að aldri fékk hann áhuga á myndlist en fyrst og fremst tónlist sem átti hug hans allan. Hann lærði á fiðlu og ætlaði sér að verða tónlistarmaður sem hafði gríðarlega mikil áhrif á allan hans feril. Þegar Fischinger kynntist verkum Walter Ruttmann frumkvöðli í abstract kvikmyndagerð varð hann fyrir miklum áhrifum. Þegar Fischinger var um tvítugt var hann byrjaður að gera tilraunir með teiknimyndir sem unnar voru úr leir sem var mjög tilraunakennt á sínum tíma. Þegar Fischinger var 24 ára gamall var hann ráðinn af Louis Seel til að búa til teiknimyndir fyrir stærri áhorfendahópa. Meðfram þeirri vinnu gerði Fischinger áfram tilraunir og þróaði hugmyndir sínar.Á árunum 1926-1927 sendi hann myndir sínar með mismundandi tónlistar og hljóðaverkum. Á þessum árum gerði hann fyrstu abstract kvikmyndina sem vitað er um að hafi verið send með litum og tónlist, spilað samtímis. Fischinger sem á þessum tíma bjó í Munich lenti í miklum fjárhagserfiðleikum og áhvað að flýja innheimtuaðgerðir. Hann tók mikilvægustu tækin sín og gekk 350 mílur til Berlínar. Á leiðinni skaut hann á kvikmyndavélina sína single frame kvikmynd sem seinna varð að kvikmyndaverkinu: Gengið frá Munich til Berlínar eða Walking from Munich to Berlin. Fljótlega var hann kominn með vinnu við að gera tæknibrellur fyrir hinar ýmsu kvikmyndir. Það varð þó eylíf barátta hans að koma eigin kvikmyndum á framfæri og í framleiðslu við fátækar undirtektir. Verk hans frá þessum tíma eru stundum sögð fyrstu tónlistarmyndböndin og magnaðar tæknibrellur hans miðað við þennan tíma gerðu það að verkum að hann var kallaður galdramaðurinn við Friedrichstrase eða the Wizard of Friedrichstrase. Það voru vinsældir kvikmyndarinnar Komposition in Blau frá árinu 1935 sem urðu til þess að umboðsmaður frá Paramount Pictures bauð honum að koma og vinna í Bandaríkjunum. Fischinger var hins vegar ekki lengi hjá Paramount vegna listræns ágreinings. Þetta var á þeim tíma sem fólk skildi teiknimyndir í gegnum Mikka mús en abstract kvikmyndir Fischingers fóru nýjar leiðir langt á undan sinni samtíð. Þekktasta verk Fischingers sem hann gerði í Bandaríkjunum var hluti úr kvikmyndinni Fantasía eftir Disney. Samstarf þeirra var ekki gott og þótti Disney Fischinger allt of framúrstefnulegur og ekki nógu tilbúinn til málamiðlana. Þessi þvermóðska kemur kannski ekki á óvart þegar áhrifavaldar hans eru skoðaðir. Kandinsky, Albers og Klee voru allir myndlistamenn (málarar) sem Fischinger tengdi sig við. Það er því ekkert skrýtið að eftir mikla togsreitu í kvikmyndagerð fór hann að sækja æ meira í málverkið þegar leið á ævina.

Færðu inn athugasemd

Filed under Uncategorized

Karon

Færðu inn athugasemd

Filed under Vídeólist

Svart tími

Færðu inn athugasemd

Filed under Ljósmyndir

Sequence á gjörningi að fara í poka !

Færðu inn athugasemd

Filed under Gjörningar