Tími

ég spyr:

hver eruð þið?

Auglýsingar

22 responses to “Tími

 1. voffi08

  Hæhó!
  Ég heiti Steinunn Harðardóttir.
  Mér finnst gaman að búa til allskonar listaverk og vídjó og tónlist og svo fr.v…
  Við erum í áfanga í LHÍ sem heitir TÍMI og ætlum að vinna með tímatengda list. Það verður nú spannandi að sjá hvað gerist.

  • Dísa

   Bandaríska listakonan Carolee Schneemann (f. 1939) hefur ávallt notað nakinn líkama sinn á óforskammaðan máta er hún kannar hugmyndir samfélagsins um líkamann, kynferði og kyn. Schneeman hóf listferil sinn sem expressjónískur listmálari á 5. áratugnum en eftir að hafa kynnst fyrstu straumum gjörningalistarinnar lág leið hennar fljótt í átt til gjörningsins. Málverkið hefur þó aldrei verið henni fjarri þar sem hún leit á gjörninga sína sem leið, að eigin sögn, til að færa líkamann í málverkið.

   Til að mynda í verkinu Eye Body (1963) þar sem hún þakti nakin líkama sinn með ýmiskonar myndlistar-efnivið og gerði þar með sjálfan sig að verkinu (sem virkur aðili gerði hún líkama sinn að objecti verksins í stað þess að falla undir skilgreiningu listasögunnar þar sem nakin kvennlíkami hennar er óvirka objectið). Schneemann framdi þennan gjörning í umhverfi sem hún skapaði í líkingu vinnustofu listmanns og fékk Erró til þess að taka ljósmyndir af sér. Ein ljósmynd sem Erró tók hefur sérstaklega verið tengd við þetta verk en á þeirri mynd liggur Schneemann nakin og tveir garðsnákar skríða um líkama hennar. Að margra mati var þessi ljósmynd talin vera klúr og klámfengin en með þessu verki má segja að Schneemann hefji könnun sína á líkamanum og framsetningu hans í samfélaginu.

   Árið 1964 var undir stjórn Schneemann framin gjörningurinn Meat Joy. Schneemann fékk átta mans, fjóra af hverju kyni, til þess að dansa og leika sér með hrátt kjöt, málningu og pappírsafganga og var um einhverskonar upphafningu holdsins að ræða. Með dansi kynjanna nálgast Schneemann líkamann og hans frumstæðustu hvatir. Sama ár byrjar Schneemann á kvikmyndinni Fuses (1964-67) sem sýnir hana og þáverandi kærasta hennar stunda kynlíf. Fyrir Schneemann var myndin tilraun til að sjá hvort upplifun hennar á eigin kynlífi væri önnur en sú sem klámmyndir og listheimurinn færði henni. Ekki er hægt að segja að Schneemann sé að fara inn á ótroðnar slóðir með að sýna nakta líkama og hneigðir þeirra en það er nálgun hennar sem er óvanaleg og hefur reitt fólk til reiði en við Meat Joy var ráðist á Schneemann úr áhorfendasalnum og við sýningu á Fuses réðust karlmenn á sætin í bíósalnum með rakvélarblöðum.

   Könnun Schneemanns á líkama sínum án skilgreina samfélagsins má einnig sjá í verki sem hún er líklegast hvað þekktust fyrir, en þar gerir hún grein fyrir mótun tungumálsins á líkamann, það er upplifun okkar á líkamanum (má sjá vísun í fræði Jacques Lacans, að tungumálið sé komið frá karlinum sem verður til þess að karlinn er miðjan sem konan er skilgrein út frá). Í fyrsta sinn sem hún framdi gjörning var það fyrir framan konur. Hún hóf kvöldið með að labba um vafin í laki og lesa úr bók sinni Cézanne, She Was a Great Painter (1976). Síðan klæddi hún sig úr lakinu, málaði á sig málningu, stóð upp á borði og byrjaði að tosa út pappírslengju úr sköpunum sínum. Schneemann las það sem stóð á pappírslengjunni en um var að ræða texta úr fyrri verki þar sem hún á í samtali við konu um stöðu sína í listinni. Þess má geta að flestir héldu því fram að hún ætti í samtali við karlmann, þess eðlis var textinn.

   Listheimurinn hefur hægt og rólega sætt sig við list Schneemann og hún verið viðtekinn, ekki sem sjálfselskuleg könnun á kynferði sínu heldur sem mikilvæg ígrundun á ímynd kvennlíkamans í listasögunni og daglegu lífi.

 2. voffi08

  Halló yndislega fólk – Ég heiti Klængur Klængur Klængsson og er tímafélagi ykkar. Í þessum áfanga hef ég hugsað mér að vinna með vídjó-skúlptúr & ljósmyndatengd verk eða eitthvað í þá áttina..

 3. voffi08

  hæ, Steinunn aftur…
  Ég á örugglega eftir að nota eitthað að loðdýrum í verkin því mér finnst ótrúlega gaman að vinna með þau. Þau eru ekki lifandi en þessvegna er svog gaman að sjá hvernig hægt er að láta þau hreyfa sig og lifna við með tæknibrellum í ljósmyndum og vídjóverkum.

 4. voffi08

  Hei, hvað segjiði um að gera vídjó með draugum sem fljúga?

 5. voffi08

  Helga P 2. árs nemi
  hef gaman af öllu.

 6. voffi08

  hæ allir ég heiti bjarni.

  gaman saman í tíma.

 7. voffi08

  Bergur Anderson,

  lýst ágætlega á wordpress og hlakka til að skoða tíma-miðilinn með ykkur

 8. axeldiego

  Næs… Axel hérna (einsog stendur líka hérna fyrir ofan) ég kem væntanlega til með að detta í einhvern ofur arty nördaskap, gera mega næs list.

 9. forhockney

  halló
  þetta er hp

 10. voffi08

  Hæbbs!
  Hér er smá fróðleikur um Yoko Ono frá Steinunni:
  Yoko Ono fæddist í Japan árið 1933.
  Um tvítugsaldurinn flutti hún til New York og gerðist listamaður. Hún opnaði gallerý í risíbúðinni sinni þar sem voru haldnir ýmsir listviðburðir svo sem tónleikar og gjörningar.
  Hún hefur síðan gert heilann helling af gjörningum, stuttmyndum og konsept listaverkum.
  Hennar frægasti gjörningur er „Cut Piese“ sem hún flutti fyrst árið 1964 í Tokyo. Hennar frægasta stuttmynd er „No. 4“.
  Ekki má gleyma „Imagine Pease Tower“ hérna úti í flatey.

  Vídjó sem ég fann á Youtube með henni:

  -Freedom:


  -One (eldspítumyndin) :

  -Apotheosis (uppgvötun) :

  -Two Wirgins:

  -Four (No. 4):

  -Fly:

  -Eye Blink:

  -Cut Piese 2003:

  -Imagine Pease stimplar á kort:

  http://www.youtube.com/profile?user=Y0K0ON0#play/uploads/12/RLxYtnYZLeo

  -Bed-in:

  -Óskatré Yoko Ono:

  • voffi08

   hei vá! síðasta youtube vídjóið kom bara beint inná síðuna…
   Axel?
   hernig geri ég það við hin vídjóin?

  • rappabarinn

   Steinunn, er ekki betra að setja þetta inn sem nýja færslu í stað þess að hafa færsluna svar við færsluna hennar Katrínar? (hún spurði: hver eruð þið?)

 11. voffi08

  já p.s. hvar set ég inn myndir?

 12. voffi08

  ææhh setti óvart líka á forsíðuna en ókey !
  Joseph Beuys

  Joseph Beuys
  ágúst 25, 2009 af forhockney

  Þýskur listamaður fæddur 1921. Hann var meðlimur í flúxus þar sem mikil tilrauna starfsemi var gerð með ólíka list miðla s.s. tónlist, gjörninga, myndlist, ritlist í bland við hið daglega líf.

  Hann hóf nám í náttúruvísindum en var sendur ti lpóllands í miðju námi til þess að gegna herskyldu í síðari heimstyrjöldinni. Flugvél sem hann flaug brotlenti og brendist hann ílla á líkamanum. Sígunar fundu hann og þöktu líkama hans með fitu og vöfðu honum í einangrunar teppi. Þetta bjargaði lífi hans og hefur þessi reynsla sett mikin svip á verk hans og efnisnotkun. Fita, hunang, jarðvegur og hræ koma mikið við sögu.

  Hann nam skúlptúr eftir stríðið og fór þar óhefbundar leiðir. Hann tengdi skúlptúr við gjörning og vídjó. Vídjó af gjörningnum og skúlptúrinn sýndur sem minning um gjörninginn.

  Pólitískur listamaður sem var einn af stofnendum græningjahreyfingarinnar í þýskalandi, pólitískur flokkur umhverfissinna. Einnig stofnaði hann flokk til að vekja athygli á málefnum dýraverndar.

  Æfistarf hans að hans sögn var að mynda einskonar félagslegann skúlptúr social sculptur sem myndi stuðla af betra vestrænu samfélagi þar sem allir myndu tileinka sér listræna hugsun

 13. voffi08

  tv

  raka

  7000 eikur

  Joseph Beuys – Sonne statt Reagan 1982

 14. bjarni08

  Gjörningaklúbburinn var stofnaður 1996 og samanstendur af þremur listamönnum: Sigrúnu Hrólfsdóttur, Jóní Jónsdóttur og Eirúnu Sigurðardóttur. Dóra Isleifsdóttir var meðlimur í hópnum frá árinu 1996-2001. Eins og nafnið bendir til eru gjörningar mikilvægur þáttur í sköpun hópsins en búningar, leikmunir og sérhannaðir hlutir eru óaðskiljanlegur hluti af listsköpun þeirra. Icelandic Love Corporation er nafn Gjörningaklúbbsins erlendis þar sem það undirstrikar sameiginlegan áhuga þeirra á ást og ákvörðuninni að reka klúbbinn sem fyrirtæki.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s